Skip to content

Andlitsmeðferðir

The Ward býður upp á fjölmargar meðferðir

 fyrir andlit, líkama og hár. 

 

slip

DEMANTSSLÍPUN

Við þessa húðslípun er litlu tæki með demantshaus rennt yfir húðina til að slípa upp dauðar húðfrumur og þær sogaðar upp. Það sem er sérstakt við þessa aðferð er að það má fara miklu nær augunum og öðrum viðkvæmum svæðum andlitsins en í mörgum öðrum slípunum.

Meðferðin vinnur gegn:

  • Fínum línum og hrukkum

  • Blettum sem koma með aldrinum

  • Opinni húð og fílapenslum

  • Bólum og örum eftir bólur

  • Húðsliti

  • Dauflegri áferð húðarinnar

  • Ójöfnum húðlit og áferð

  • Brúnum blettum og skellum

  • Sólarskemmdum

dermaplaning

DERMAPLANING

Dermaplaning er öflug og örugg meðferð sem fjarlægir dauðar húðfrumur og andlitshár sem stundum halda óhreinindum og fitu að húðinni. Hárvöxtur í andliti getur líka verið til óþæginda við förðun. 

Eftir að húðin er skröpuð eru sérstök virk efni borin á hana og tryggir meðferðin að þau eiga greiða leið djúpt inn í húðina. Hún verður silkimjúk og ungleg auk þess að mikið dregur úr bóluörum, fínum línum, blettum og öðrum lýtum. Meðferðin örvar auk þess kollagenframleiðslu sem gerir húðina stinnari og fallegri.

Meðferðin tekur aðeins um 45 mínútur og það þarf engan tíma til að láta húðina jafna sig á eftir. Þó er mælt með að láta tvær til fjórar vikur líða á milli skipta.

a4816ff0-6274-43c9-ae8e-b6e42eebbd27

Skinpen

Smánálameðferð (micro-needling) hefur margvísleg áhrif á húðina. Micro-needling meðferð hefur verið notuð í áraraðir fyrir ýmis húðvandamál og útlitsbætandi meðferðir. Meðal annars þéttir meðferðin húðina, styrkir hana og gerir hana stinnari. Grynnkar hrukkur og fínar línur. Meðferðin er einnig notuð til að vinna á bóluörum, grófum svitaholum á andliti, hálsi og baki.

Skinpen er framleiddur í Bandaríkjunum og fjöldi rannsókna liggja að baki Skinpen meðferð. Skinpen hefur fengið fjölda verðlauna fyrir hönnun og árangur.

microfrequence

microneedling radio frequency

MRF meðferðin vinnur m.a. vel á opnum svitaholum, örum, slitum og lausri húð.
Um er að ræða áhrifamikla meðferð fyrir andlit, háls og líkama.

MRF er RF og örnálatæki sem þýðir að það sameinar eiginleika og ávinning af bæði RF og örnálameðferð. Meðan á MRf stendur eru ofurþunnum nálum sem gefa frá sér RF stimplað inn í húðina sem hvetja til kollagen- og elastínframleiðslu – tvö lykilprótein sem bera ábyrgð á þéttari, stinnari og sléttari húð.

MRf skilar frábærri útkomu fyrir húð á andliti, hálsi og líkama. Stafar það af örvun á kollagen- og elastínframleiðslu húðarinnar.

Meðferðin vinnur að:
• þéttari húð og minni svitaholum
• dregur úr örum og ummerkjum eftir unglingabólur
• dregur úr áberandi fínum línum og hrukkum
• skerpir á kjálkalínu og kinnbeinum
• Húðin virðist stinnari, þéttari og nær lyftingu.
Tímabókanir í skilaboðum og á theward.is

Öldrun

EFNAMEÐFERÐ GEGN öldrun

Við bjóðum upp á fljótvirka efnameðferð (chemical peel) sem örvar myndun kollagens og eykur á teygjanleika húðarinnar.

Hún vinnur vel gegn öldrunaráhrifum vegna sólarljóss og afleiðingum öldrunar svo sem slappri húð. Einnig dregur hún úr sjáanlegum örum og fínum línum.

Meðferðin hentar öllum húðgerðum og er sársaukalaus. Hún ertir húðina ekki sýnilega og  óhætt er að nota farða strax á eftir. Það þarf því ekki að reikna með tíma til að jafna sig á eftir líkt og með aðrar svipaðar meðferðir.

gegnblettum

EFNAMEÐFERÐ GEGN BLETTUM

Uniq-White System er sýrumeðferð (chemical peel) sem vinnur á brúnum blettum í andliti (t.d. lentigo og melasma).  Slíkir blettir birtast oft þegar húðin hefur lengi verið óvarin í sól, vegna hormónabreytinga tengdum þungun eða eftir sóríasisútbrot. Venjuleg sár geta einnig skilið eftir svona bletti, t.d. brunasár, skordýrabit, sár eftir bólur eða í raun hvaða áverki sem er. Stundum birtast brúnir blettir eftir lyf sem borin eru á húð eða eftir ákveðnar hársnyrtivörur.

Uniq-White System hentar öllum húðgerðum.

Það sem er einstakt við þessa meðferð er að hún er sársaukalaus og ertir húðina ekki sýnilega. Það þarf því ekki að reikna með tíma til að jafna sig á eftir eins og algent er með sýrumeðferðir gegn brúnum blettum. 

The WARD - Fyllingar

FYLLINGAR

Fyllingarefni má nota í andlit og aðra hluta líkamans til að draga úr hrukkum og línum auk þess að endurheimta aftur þá fyllingu sem glatast með árunum. Meðferðin getur líka gagnast vel til að draga úr sýnilegum örum.

VARIR – Þetta er vinsælasta meðferðin til að til að móta varirnar, fá meiri fyllingu og stækka þær.

NEF – Hægt er að leiðrétta skekkju og minni hnúða á nefi án skurðaðgerðar og með ótrúlegum árangri. 

AUGU – Fylliefni eru tilvalin til að draga úr baugum og ná fyllingu í kringum augu sem glatast með árunum.

ANDLIT – Hægt er að skerpa á andlitsdráttum og gefa unglegra yfirbragð með fylliefnum. 

Fylliefnið er ein gerð hyaluronic sýru sem er náttúrulegt efni sem fyrirfinnst í líkamanum. Það leysist upp með tímanum á eðlilegan hátt.

Profhilo mynd

pROFHILO MEÐFERÐ

Profhilo® er sérstaklega rakagefandi efni sem vinnur innan frá og gefur húðinni fyllingu og ljómandi yfirbragð. Það er mjög ríkt af hyaluronic sýru sem fyrirfinnst í líkamanum og gegnir því hlutverki að halda húðinni rakri og heilbrigðri.

Meðferðin tekur tvö skipti með fjögurra vikna millibili. Efninu er sprautað inn í 10 sérvalda staði, fimm á hvorri hlið andlitsins. Það leysist smám saman upp í húðinni og örvar hana til að framleiða fjórar gerðir kollagens svo hún verður stinnari og teygjanlegri. Árangurinn sést þó ekki fyrr en eftir seinni meðferð en strax fyrstu vikurnar eftir hana verður húðin greinilega þéttari og mýkri. 

 

pakkki

SUNEKOS MEÐFERÐ

Kjörin meðferð fyrir þá sem vilja endurheimta unglega húð og koma í veg fyrir merki öldrunar. Þessi meðferð henntar vel við pokum eða þunnri húð í kringum augu. Hún hjálpar líka heilmikið við slappa húð á hálsi og fínum línum í húð.

SunkiKos er náttúrulega efnasamsetning af byggingarefnum sem mynda elastin og collagen. Því er sprautað undir húðina með þeima áhrifum að virkni húðfruma verður meiri og húðin fær raka og fyllingu.

Aðrir kvillar sem Sunekos veitir sjáanlegan árangur við eru fínar línur, hrukkur, öldrun í húð, þurkur, baugar, bóluör og sólskemmdir.

Hvernig virkar Sunekos – SuneKos er vökvi með aminósýrum og hyaluronic sýrum sem sprautað er undir húðina. Sýrurnar örva frumur undir húðinni til að framleiða meira elastín og collagen sem gera húðina fyllri og teygjanlegri.

Á hvaða svæði henntar meðferðin? – Sunekos er öruggt til notkunar á flest svæði líkamans, þar með talið andlit, háls og undir augu.

Aukaverkanir – Eins og með allar meðferðir sem krefjast ísprautunar þá getur komið væg bólga og mar sem jafnar sig fljótt.

Hvenær má búast við sjáanlegum árangri? – Eftir aðeins tvær vikur ættir þú að vera farin að sjá húðina endurnýja sig. Tilgangur meðferðarinnar er að hjálpa líkama þínum til að framleiða og collagen og elastín á náttúrulegan hátt frekar en að nota fyllingar. Þremur vikum eftir meðferð ætti árangurinn að vera orðinn sjáanlegur á húðinni.

Hvað þarf margara meðferðir? – Mælt er með fjórum skiptum með vikumillibili. Það er nauðsynlegt að gera fulla meðferð fyrir hámarksárangur. Til að viðhalda árangri er gott að gera meðferðina á sex mánaða fresti.

Hvað tekur meðferðin langan tíma? – Meðferðin tekur einungis 30 mínútur og því fullkomið skrepp á hádeginu eða eftir vinnu.

vefsida

PDO þræðing

PDO þræðing er meðferð með Polydioxanone þráðum sem lengi hafa verið notaðir í skurðaðgerðum sem innri saumar. Þræðirnir örva kollagenframleiðslu og nýmyndun æða og þeir leysast upp og eyðast í líkamanum á nokkrum mánuðum.

Það má segja að þessi meðferð sé eins og snögg andlitslyfting án skurðaðgerðar. Aukin kollagenframleiðsla bætir áferð húðarinnar og gerir hana teygjanlegri og þéttari.

Meðferðin tekur stuttan tíma og það þarf enga sérstaka hvíld samdægurs eftir meðferð.

Eftir létta staðdeyfingu er PDO þráðum komið fyrir undir húð á völdum stöðum í andliti.

Þetta hefur tvenns konar áhrif sem sjást samstundis.

Þræðirnir toga húðina upp svo lyfting sést strax, einnig dregst fitulagið undir húðinni saman svo húðin verður þéttari.

Þriðju áhrifin eru langtímaáhrif sem verða við niðurbrot þráðanna og aukna kollagenframleiðslu.

Hve fljótt það gerist fer eftir því hversu hratt líkaminn framleiðir nýtt kollagen. Þar skiptir aldur máli því með árunum hægir á kollagenframleiðslunni.

Oftast má sjá lokaútkomuna u.þ.b. 6-8 vikum eftir meðferð. Þræðirnir leysast upp á 6-9 mánuðum og þá er gott að koma aftur til að láta meta árangurinn og hvort þörf sé á viðbótarmeðferð. Eftir það ætti árangurinn að endast lengi, jafnvel þrjú ár.

 

Aquagold mynd

aquagold

AQUAGOLD® er einstakt tæki úr 24 karata gulli sem farið hefur sigurför um heiminn. Myndbönd af áhrifavöldum og stórstjörnum hafa streymt inn á Youtube og instagram með fyrir og eftir myndum þar sem árangur tækisins er lofaður hástert. Tæknin á bak við Aqua Gold gerir það að verkum að það er ein öflugasta leiðin til að færa undirlögum húðarinnar þau efni og næringu sem hún þarf.

Um er að ræða örsmáar gullnálar sem sem færa innri lögum húðarinnar sérhannaðan næringar kokkteil. Húðin verður þéttari í sér, svitaholur minni, húðin verður rakameiri, fínar línur minnka og kollagen framleiðsla eykst.   

Hægt er að sérsníða aqua gold blöndurnar að þörfum hvers og eins sem gerir meðferðina einmitt svo áhrifaríka. Þessi meðferð er mjög vinsæl hjá stærstu stjörnum samtímans eins og Kim Kardashian og Amanda Paige Williams svo einhver dæmi séu tekin.

 

treat2

HÚÐÞÉTTING

Húðþétting (High Intensity Focused Ultrasound) er meðferð sem vinnur gegn öldrun og stinnir og lyftir húðinni.

Heitri orku (58-70 gráðum á celsíus) er beint ofan í undirlag húðarinnar sem hefur þau áhrif að frumurnar byrja að vinna af krafti við að endurnýja sig og örva kollagenframleiðslu. Þar af leiðandi stinnist húðin og “dregst saman” þar sem hún hefur byrjað að síga auk þess að línur minnka.

Meðferðin tekur um 2-3 klukkustundir. Sumir viðskiptavinir finna fyrir hitatilfinningu á meðan meðferðinni stendur. Langflestir viðskiptavinir þurfa aðeins eitt skipti og kemur árangurinn í ljós á tveimur til þremur mánuðum. Á þeim tíma eykst kollagen-framleiðslan mikið og í rúmt ár eftir meðferðina framleiðir líkaminn mun meira kollagen en fyrir hana.

Þetta er sú meðferð sem kemst næst skurðaðgerðum án þess inngrips sem þeim fylgja. The Ward notar eingöngu húðþéttingarvél í hæsta gæðaflokki og hefur sérhæft sig í sérstöku meðferðarplani sem gefur frábæran árangur.

hifulips

VARALYFTING með húðþéttingu

Oft slaknar á húðinni í kringum varirnar með aldrinum og er húðþétting kjörin til að lyfta þessu svæði og gefa vörunum meiri fyllingu.

Þetta er mjög góður valkostur fyrir fólk sem vill fá lyftingu á varasvæðinu án þess að láta sprauta fylliefnum í varirnar.

Húðþétting er meðferð sem vinnur gegn öldrun og stinnir og lyftir húðinni.

Heitri orku (58-70 gráðum á celsíus) er beint ofan í undirlag húðarinnar og við það byrja frumurnar að endurnýja sig af krafti og framleiða aukið kollagen.

Húð sem var farin að síga stinnist og “dregst saman” ásamt því að línur minnka verulega.

meso

MeSO MEÐFERÐ FYRIR ANDLIT

Í mesomeðferð (mesotherapy) er vítamínum, ensímum og jurtaefnum sprautað inn í miðlag andlitshúðarinnar. 

The Ward hefur þróað sínar eigin náttúrulegu blöndur sem gefið hafa einstaklega góðan árangur við að stinna og lyfta andliti og líkama.

Meðferðin er notuð til að

  • draga úr línum og hrukkum

  • vinna á brúnum blettum

  • þétta og stinna húðina

Við bjóðum einnig upp á mesomeðferð fyrir líkamann.

plasmalift

PLASMAMEÐFERÐ FYRIR ANDLIT

The Ward býður upp á meðferð með einum besta plasmapennanum sem er á markaðnum í dag.

Plasmapenninn er sérlega áhrifarík leið til að lyfta siginni húð, þétta hana og fríska án aðgerða sem byggja á inngripi í líkamann.

Penninn sjálfur snertir ekki húðina en með sérstakri plasmatækni og hita ertir hann bæði efsta lag hennar og lög sem liggja dýpra.

  • Penninn er sérlega góður til að lyfta slappri og siginni húð og gera hana stinna á ný
  • Bætir litarhaft og eykur náttúrlegan ljóma
  • Eykur teygjanleika
  • Öldrunarblettir hverfa að mestu eða alveg
  • Fínar línur hverfa að mestu eða alveg
  • Meðaldjúpar hrukkur hverfa að mestu eða alveg
  • Djúpar hrukkur grynnka og mýkjast, áberandi árangur
  • Stuttur tími frá meðferð að sýnilegum árangri
  • Stuttur tími í að jafna sig eftir meðferð
prpface copy

PRP MEÐFERÐ FYRIR ANDLIT

PRP stendur fyrir „platelet rich plasma“ sem er í rauninni þinn eigin blóðvökvi meðhöndlaður á ákveðinn hátt.

Fyrst er blóð tekið úr handlegg og það sett í þeytivindu. Við það skilst blóðvökvinn frá rauðu blóðkornunum. 

Í blóðvökvanum eru blóðflögur sem innihalda vaxtarhvetjandi efni. 

Honum er sprautað inn í húðina þar sem hann örvar hana til að framleiða nýjar frumur.

Fínar línur mildast eða hverfa, andlitið verður fyllra og áferðarfallegra og litarhaftið hraustlegra.

Það er eðlilegt að andlitið glati fyllingu með aldri eða vegna þyngdartaps og PRP meðferðin á sérstaklega vel við í þeim tilfellum.

Einnig er hægt að nota PRP meðferð með svipuðum árangri fyrir líkamann.