Skip to content

Líkamsmeðferðir

The Ward býður upp á fjölmargar meðferðir

 fyrir andlit, líkama og hár. 

 

LPG-medferd-yfirsida

LPG LÍKAMSMEÐFERÐ

LPG líkamsmeðferð (Cellu M6 Integral) eða LPG meðferð líkist helst djúpu nuddi og reynist vel sem meðferð gegn gigt og fleiri bólgusjúkdómum.

LPG meðferðin er sérstaklega áhrifarík við appelsinuhúð og til að móta líkamann eða til að vinna á lausri húð.

 • Er sogæðanudd sem eykur blóðflæðið í líkamanum 
 • Losar um stíflur í sogæðakerfinu
 • Mýkir upp bandvefin og eykur súrefni til húðarinnar
 • Vinnur á appelsínuhúð og erfiðum fitusvæðum 
 • Stinna húðina og bæta áferð hennar
 • Vinnur á vöðvabólgu
 • Reynist vel við gigt og öðrum bólgusjúkdómum
 • Samþykkt af lýtalæknum eftir svuntuaðgerð
 • Losar um eiturefnamyndun og bólgur 
EMSCULPT

BBL High-Intensity Focused Electra- Magnetic

EMSCULPT er ný byltingarkennd aðferð til mótunar og styrkingar á magasvæði, bakhluta (rassi), handleggjum og fótleggjum. Þessi svæði líkamans eru sérstaklega erfið þegar kemur að því að losna við fitu og byggja upp vöðva. EMSCULPT er öflug meðferð sem gagnast bæði konum og körlum við að ná æskilegum og vel sýnilegum árangri.

Meðferðin byggist á því að highly focused electromagnetic energy er beint á svæðið sem verið er að meðhöndla hverju sinni. Við það dragast vöðvarnir saman á sérstakan hátt sem ekki gerist við venjulegar líkamsæfingar. Í kjölfarið byrja vöðvarnir að byggjast upp og fita á svæðinu eyðist hraðar.

 

 • Mótar og stinnir handleggi, fótleggi og kvið
 • Fyrsta og eina þekkta rasslyftingin án skurðaðgerðar
 • Byggir upp vöðva og brennir fitu án skurðaðgerðar
 • Engan tíma þarf til að jafna sig eftir meðferð
 • 16% aukning á vöðvamassa að meðaltali
 • 19% minnkun á fitu að meðaltali
 • Eins og 20.000 uppsetur á 30 mínútum meðan þú liggur kyrr
 • Viðurkennt af FDA í Bandaríkjunum
 • CE vottað í Evrópu (staðall fyrir lækningatæki)
mesolikami

MESO MEÐFERÐ FYRIR LÍKAMANN

Í meso meðferð (mesotherapy) er vítamínum, ensímum og jurtaefnum sprautað á valda staði.

Við notum náttúrulegar blöndur sem við sjálf höfum þróað undanfarin ár.

Þessi meðferð er notuð til að gera slappa húð á líkamanum stinnari og þétta hana.

Við bjóðum einnig upp á meso meðferð fyrir andlit.

prplikami

PRP MEÐFERÐ FYRIR LÍKAMA

PRP stendur fyrir „platelet rich plasma“ sem er í rauninni þinn eigin blóðvökvi meðhöndlaður á ákveðinn hátt.

Fyrst er blóð tekið úr handlegg og það sett í þeytivindu. Við það skilst blóðvökvinn frá rauðu blóðkornunum.

Í blóðvökvanum eru blóðflögur sem innihalda vaxtarhvetjandi efni. 

Við bjóðum upp á PRP fyrir líkamann þar sem slöpp húð á magasvæðinu er meðhöndluð. Húðin byrjar að endurnýja sig og öðlast teygjanleika að nýju.

Við bjóðum líka upp á PRP meðferð fyrir andlit.

vig

VAGINAL rejuvenation

Margar konur kannast við vandamál í leggöngum svo sem þvagleka, þurrk og minni næmni í kynlífi. Orsakir geta verið af ýmsum toga svo sem hækkandi aldur, barnsburður, mikil þyngdaraukning, reykingar, skurðaðgerðir eða legnám.

Þetta og fleira getur leitt til þess að í stað kollagens sem viðheldur stinnleika í vefjunum myndast nýr vefur sem ekki er eins teygjanlegur og eftirgefanlegur. Vaginal tightening er aðgerð án inngrips í líkamann og hentar konum yfir þrítugu.  Þessi meðferð er þekkt og viðurkennd innan læknisfræðinnar og er talin örugg auk þess að vera sársaukalaus.  

Barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti er ekki ráðlagt að fara í þessa meðferð.

Mælt er með að bíða að minnsta kosti í þrjá mánuði eftir barnsburð áður en farið er í meðferðina.

Meðferðin er framkvæmd af hjúkrunarfræðingi.