Hármeðferðir
The Ward býður upp á fjölmargar meðferðir
fyrir andlit, líkama og hár.
PRP MEÐFERÐ FYRIR HÁR
PRP stendur fyrir „platelet rich plasma“ sem er í rauninni þinn eigin blóðvökvi meðhöndlaður á ákveðinn hátt. Honum er síðan sprautað inn í hársvörðinn þar sem hann örvar hársekkina.
Bæði reynsla og rannskónir hafa sýnt að við það eykst hárvöxtur, hvert hár um sig þykknar og vöxturinn verður hraðari.
Meðferðin gagnast öllum sem eiga við einhvers konar hármissi að stríða en árangurinn er betri því fyrr sem gripið er inn eftir að hármissir hefst.
Lykillinn að árangri er að fylgja meðferðinni eins og ætlast er til. Best er að koma einu sinni í mánuði fyrstu þrjá til fjóra mánuðina. Eftir það er gott að koma á fjögurra til sex mánaða fresti eftir því hvernig hársvörðurinn hefur tekið við sér.
The Ward hefur margra ára reynslu af þessari meðferð með góðum árangri.
LASER MEÐFERÐ FYRIR HÁR
LLLT er væg laser meðferð sem örvar vanvirka hársekki og stöðvar strax hárlos. Meðferðin eykur hárvöxt og þykkir hárið á 12 mánuðum.
Þessi meðferð hefur reynst vel gegn skallamyndun, blettaskalla og einnig til að örva hárvöxt eftir hárígræðslu
Hún hefur engar aukaverkanir en virkar aðeins svo lengi sem meðferð er haldið áfram.
LLLT er fullkomin meðferð fyrir bæði konur og menn sem stríða við vanda vegna hármissis af einhverju tagi. Hún er mjög einföld, sársaukalaus og án inngrips inn í líkamann.
Það er óhætt að nota þessa meðferð ásamt öðrum hármeðferðum svo sem PRP meðferðinni sem The Ward býður einnig upp á.
MESO MEÐFERÐ FYRIR HÁR
Mesotherapy er áhrifarík aðferð þar sem sérvöldum efnum er sprautað beint í hársvörðinn með fínum nálum.
Meðferðin endurvekur hárvöxt með því að virkja hársekki sem hægt hafa á sér eða eru jafnvel alveg hættir að framleiða hár. Því má búast við að sjá hárvöxt á ný þar sem hann var alveg horfinn.
Hún reynist vel til að draga úr hárlosi, þykkja og styrkja hár og til að vinna gegn skallamyndun.
Meðferðin örvar líka kollagenmyndun og eykur á teygjanleika hársvarðarins en þessir eiginleikar húðarinnar minnka einmitt með aldrinum.
Ferlið er sársaukalítið og þarfnast ekki deyfingar. Það er hættulaust og fólk jafnar sig mjög fljótt.
HÁRÍGRÆÐSLA
Hárígræðsla er vinsælasta fegrunaraðgerðin hjá karlmönnum, en til okkar koma líka konur. U.þ.b. þrír af hverjum fimm karlmönnum eru kandídatar í slíka meðferð og þó nokkrar konur eftir tíðahvörf.
Meðferðin skilar varanlegum hárvexti á svæðum þar sem enginn var fyrir. Meðferðin nýtist fólki vel sem hefur misst umtalsvert af hári en síður þeim sem eru á fyrstu stigum hárþynningar.
Að sama skapi þá hentar meðferðin þeim best sem eru með góðan hárvöxt á öðrum svæðum á höfðinu.
Eins er æskilegt að viðkomandi sé við góða heilsu, sé ekki á blóðþynningarlyfjum og þjáist ekki af neinum húðvandamálum á höfði, þá sérlega á því svæði sem vinna á með.