fyrir íþróttafólk
Einstaklingsmiðaðar meðferðir sem stuðla að betri árangri og bættri frammistöðu og vinna gegn óæskilegum áhrifum frammistöðubætandi lyfja.
ÍÞRÓTTAFÓLK
The Ward býður upp á meðferðir fyrir íþrótta- og líkamsræktarfólk. Viðskiptavinurinn er greindur í ítarlegu viðtali og blóð-, þvag- og munnvatnsprufur teknar. Meðferðin er svo ákveðin í framhaldi af niðurstöðunum.
Þessar meðferðir gagnast vel til að bæta frammistöðu í íþróttum almennt en þær nýtast ekki síður til að vinna gegn vanda sem oft fylgir notkun frammistöðubætandi lyfja. Þau geta leitt til ójafnvægis í hormónabúskap og vandamála í lifur og nýrum. Lyf og rangt mataræði standa oft í vegi fyrir því að fólk nái fullum árangri í sinni grein og The Ward hefur sérhæft sig í að snúa þessu ferli við.
Aðeins örfáir meðferðaaðilar búa yfir þeirri yfirgripsmiklu þekkingu sem þarf til að geta boðið upp á þessar meðferðaráætlanir og eftirfylgni.
Meðferðir fyrir íþrótta- og líkamsræktarfólk eru aðeins í boði í Bretlandi eins og er.