Skip to content

LPG meðferð

 • LPG meðferð (Cellu M6 Integral) er djúpnudd og reynist vel við gigt og fleiri bólgusjúkdómum. Meðferðin er auk þess sérstaklega áhrifarík við appelsínuhúð, lausri húð og hefur gefið frábæran árangur við líkamsmótun.

  LPG meðferðin:

  • Er sogæðanudd sem eykur blóðflæðið í líkamanum og losar um stíflur í sogæðakerfinu
  • Mýkir upp bandvefin sem einnig eykur súrefni til húðarinnar
  • Vinnur á appelsínuhúð og erfiðum fitusvæðum  ásamt því að stinna húðina og bæta áferð hennar
  • Vinnur á vöðvabólgu
  • Reynist vel við gigt og öðrum bólgusjúkdómum
  • Samþykkt af lýtalæknum eftir svuntuaðgerð
  • Losar um eiturefnamyndun og bólgur í líkamanum ásamt bjúg

   

  Hvernig virkar LPG?

  LPG örvar fitulosun með notkun rafknúna rúlla sem nudda líkamann djúpt niður í vefinn.

  Þegar fitan eyðist, losnar um orku sem nýtist fyrir vöðvana. Meðferðin örvar líka kollagen og elastín myndun sem gerir húðina mýkri og stinnari.

  Bestu fréttirnar eru þær að þetta er náttúruleg leið fyrir líkamanann til að virkja sín eigin kerfi til líkamsmótunar án mikils inngrips eins og með skurðaaðgerð eða notkun kemískra efna.

  Hvað tekur meðferðin langan tíma?

  Hver meðferð getur tekið allt frá 20 – 60 mínútur og búast má við sjáanlegum árangri eftir 3 með ferðir. Hins vegar er mælt með að fara í 6 – 10 skiptum til að ná varanlegum árangri.

  Eftir hverja meðferð verður vart við að líkaminn er tónaðri, appelsínuhúðin minni og húðin stinnari.

  Hverjum henntar LPG meðferð?

  Öllum sem leitast eftir meðferð sem hefur margslungin áhrif þar sem hún bæði hjálpar til við vöðvabólgu, gigt, minkar appelsínuhúð og gerir líkamann stinnari. Auk þess losnar um fitu á meðferðarsvæðunum.

  LPG er líka kærkomin lausn fyrir þá sem vilja notast við fyrirbyggjandi og áhrifaríkar leiðir til að viðhalda heilsu og heilbrigðu útliti með sjáanlegum árangri án ónáttúrlegs inngrips.

  Meðferðin er ekki sársaukafull og krefst ekki tíma til bata eftir meðferð. Þvert á móti finna margir sem þjást af bólgum í líkamanum fyrir auknum bata strax eftir hvert skipti.