Skip to content

Svartur föstudagur

HÚÐÞÉTTING

Húðþétting (High Intensity Focused Ultrasound) er meðferð sem vinnur gegn öldrun og stinnir og lyftir húðinni.

Heitri orku (58-70 gráðum á celsíus) er beint ofan í undirlag húðarinnar sem hefur þau áhrif að frumurnar byrja að vinna af krafti við að endurnýja sig og örva kollagenframleiðslu. Þar af leiðandi stinnist húðin og “dregst saman” þar sem hún hefur byrjað að síga auk þess að línur minnka.

Meðferðin tekur um 2-3 klukkustundir. Sumir viðskiptavinir finna fyrir hitatilfinningu á meðan meðferðinni stendur. Langflestir viðskiptavinir þurfa aðeins eitt skipti og kemur árangurinn í ljós á tveimur til þremur mánuðum. Á þeim tíma eykst kollagen-framleiðslan mikið og í rúmt ár eftir meðferðina framleiðir líkaminn mun meira kollagen en fyrir hana.

Þetta er sú meðferð sem kemst næst skurðaðgerðum án þess inngrips sem þeim fylgja. The Ward notar eingöngu húðþéttingarvél í hæsta gæðaflokki og hefur sérhæft sig í sérstöku meðferðarplani sem gefur frábæran árangur.

kr.99,500

Karfan þín

0

Shopping cart

Compare products