UM OKKUR
The WARD veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu í næringarlækningum, meðferðum gegn öldrun, þróuðum fegrunarmeðferðum og sérstökum meðferðum fyrir íþróttafólk á Íslandi og erlendis.
The WARD mun einnig reka heilsu- og detoxstöð á Íslandi þar sem hreina loftið, vatnið og náttúran er kjörið fyrir slíka starfsemi. Stöðin verður ætluð bæði íslenskum og erlendum sjúklingum sem hafa átt í löngum og/eða alvarlegum veikindum.
Okkar megintilgangur er að hjálpa fólki að öðlast og halda heilsu og að snúa við ótímabærri öldrun.
THE WARD
EVA-LÍSA WARD
Eva Lísa Ward, eigandi og stofnandi The Ward Group, hefur umfangsmikla þekkingu og menntun á sviði næringarlækninga, íþróttalækninga og fegrunarmeðferða (Level 7 – Master Aesthetic Practitioner 7 (MAP7). MSc / PGDip Aesthetic Medicine University of Chichester. Næringartherapisti (BANT). Lækna nemi.) sem hún hefur nýtt til hjálpar skjólstæðingum sínum í 20 ár.
Í Bretlandi hefur Eva Lísa getið sér gott orð á meðal annars fagfólks. Þar vinnur hún til að mynda náið með læknum, hnykkjurum og íþróttaþjálfurum sem senda skjólstæðinga sína til hennar til viðbótar við eigin meðferðir. Þykir Eva Lísa ná einstökum árangri ekki síst vegna víðtækrar þekkingar á næringu og áhrifum hennar á mannslíkamann sem og að snúa við ótímabærri öldrun og erfiðum sjúkdómum.
Eva Lísa er brautryðjandi í Bretlandi í notkun á vítamínblöndum sem gefnar eru beint í æð. Bæði hvað varðar þróun á blöndunum sjálfum sem og notkun þeirra við ýmsum kvillum og sjúkdómum. Einnig nýtir Eva þessa þekkingu í að hjálpa fólki að viðhalda og öðlast unglegra og fallegra útlit.
Að auki hefur Eva Lísa þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í sérstökum fegrunarmeðferðum og þykir hún hafa einkar næmt auga og góða tækni þegar kemur að meðferðum með fyllingarefnum og botox.
The Ward opnaði fyrst árið 2010 í Englandi og starfar nú í þremur löndum en auk Íslands og Englands hefur The Ward nýverið hafið störf á Kýpur.
JENS K GUÐMUNDSSON
Jens er háls-, nef og eyrnalæknir með víðtæka reynslu í læknisfræði. Bakgrunnur hans telur meðal annars til skurðlækninga, slysa- og bráðalækninga en einlægur áhugi hans á heilbrigði hefur leitt hann yfir í heildrænar lífsstílslækningar.
Í kjölfarið jókst áhugi hans einnig á útlitsbreytandi meðferðum (Aesthetic’s) hann hefur meðal annars numið nám í Bretlandi og The Ward. Vinna Jens á norðurlöndum leiddi honum fyrir sjónir hversu mikil áhrif lífsstílstengdir þættir hafa á heilsu og lífsgæði og hve mikilvægt það er að vinna í rótum vandans þegar kemur að langvinnum sjúkdómum.
Jens og The Ward hafa nú sameinað krafta sína í næringarlækningum og (Aestetics) útlitsbreytandi meðferðum.
Elva Rán Oddgeirsdóttir
Elva Rán Oddgeirsdóttir lauk B.S. námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 en fram að og meðfram námi vann hún við umönnun og hjúkrun aldraðra.
Eftir útskrift annaðist hún hjúkrun aðgerðarsjúklinga á kviðahols og þvagfæradeild Landspítala en sérhæfði sig svo í skurðhjúkrun og hóf störf á skurðstofum Landspítala.
Elva hefur sérstakan áhuga á lýtalækningum og fegrunaraðgerðum og hefur hún meðal annars aflað sér menntunar á þeim sviðum í Bretlandi og hjá The Ward.
ÞURÍÐUR B SIGURJÓNSDÓTTIR
Lögmaður The Ward ehf. er Þuríður B. Sigurjónsdóttir og starfar hún náið með stjórn og eigendum The Ward ehf.
Þuríður hefur yfir 20 ára reynslu af lögfræðistörfum og rekur hún lögmannsstofuna Íslenskir lögmenn ehf. Ferill hennar frá því hún útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands er fjölbreyttur og yfirgripsmikill. Meðal annars hefur hún starfað fyrir ríki og sveitarfélög og komið að vinnu við ýmsar nefndir á þeirra vegum.
Má þar helst nefna að hún var framkvæmdastjóri Vistheimilanefndar í sex ár; auk þess sem hún starfaði fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis sem stofnuð var í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins. Jafnframt hefur hún setið í nefnd á vegum Sunnuhlíðarsamtakana; auk þess sem hún situr nú í stjórn Félags kvenna í lögmennsku. Hún hefur rekið sína eigin lögmannsstofu síðan 2013.
DARREN DEANE
Darren Deane er stjörnuþjálfari í Bretlandi og hefur vakið mikla athygli fyrir að koma íþróttafólki í fremstu röð atvinnumanna á skömmum tíma. Hann er eftirsóttur og vinnur með mörgu af þekktasta íþróttafólki heims.
Í gegnum tíðina hefur hann unnið mikið með vaxtarræktarfólki að undirbúningi fyrir alþjóðleg mót og þá sér í lagi hvað varðar næringu. Í seinni tíð hefur hann svo að mestu unnið með helstu bardagamönnum heims í MMA.
Árangur Darren má að miklu þakka þeirri þekkingu sem hann hefur á næringu og mikilvægi hennar fyrir mannslíkamann. Hann veit upp á hár hvaða vandamál geta komið upp hjá afreksíþróttafólki í fremstu röð og hefur um árabil starfað með The Ward við að leysa úr þeim með frábærum árangri.
samstarfsaðilar
GUÐMUNDUR BIRKIR PÁLMASON (Gummi Kíró)
The Ward leggur áherslu á samstarf með fagfólki úr ýmsum greinum sem deilir sömu hugmyndafræði um heildræna meðferð fyrir skjólstæðinga sína. Guðmundur Birkir Pálmason útskrifaðist sem kírópraktor árið 2010 og hefur mikla reynslu af því að starfa bæði erlendis og á Íslandi. Guðmundur er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur og einnig Kírópraktik Sthlm í Stokkhólmi og fer reglulega til að bæði kenna og starfa þar við sitt fag. Guðmundur vann í meira en áratug sem einkaþjálfari og sameinar æfingar og teygjur mikið í sinni meðferð sem kírópraktor. Einnig er hann í góðu samstarfi við fagfólk í heilbrigðiskerfinu og reynir að sameina krafta þeirra sem við eiga að hverju sinni.