Skip to content

Næringarlækningar

Sérsniðnar meðferðir að hverjum og einum til að bæta heilsu og vinna gegn veikindum.

iv

Næringarlækningar

HVERNIG FER MEÐFERÐIN FRAM?

Áður en eiginleg meðferð fer fram mætir þú í ítarlegt viðtal og svarar spurningalista varðandi heilsufar og einkenni. Þann dag eru líka teknar blóð-, munnvatns- og þvagprufur. Þegar niðurstöður hafa verið greindar er sérsniðin meðferðaráætlun sett upp.

Boðið er upp á meðferðir sem byggjast á mataræði, fæðubótarefnum, næringargjöf í æð, náttúrulegri hormónameðferð og hreinsikúrum (detox). Þín meðferðaráætlun getur innihaldið nokkra eða alla þessa þætti.

NÆRING Í ÆÐ (DRIPP) – Aðeins í Bretlandi eins og er.

The Ward býður upp á meðferðir sem byggja á næringargjöf í æð. Þau næringarefni sem við notum eru í hæsta gæðaflokki og þau nýtast líkamanum strax því ekki þarf að brjóta þau fyrst niður í meltingarveginum.

Þessi aðferð er sérstaklega gagnleg þegar næringarinntaka gegnum munn eða önnur meðferð skilar ekki árangri. Með því að fara framhjá meltingunni kemst hámarks magn næringar beint til frumanna og hrindir virkni þeirra af stað. Það reynist vel þegar markmiðið er að meðhöndla og snúa við ótímabærri öldrun eða til að auka á áhrif annarra slíkra meðferða. Meðferðin gagnast gegn veikindum en við bjóðum hana einnig þeim sem ekki eru veikir en vilja þá orku sem svona inngjöf veitir.

HREINSIKÚRAR (DETOX)

The WARD hefur þróað sína eigin hreinsikúra en er einnig í samstarfi við detox meðferðastöðvar erlendis sem fylgja aðferðafræði okkar.


Næringalækningar eru aðeins í boði í Bretlandi eins og er.